
Jólatónleikar 2025
Valdimar Guðmundsson syngur hugljúf jólalög í nýjum útsetningum með hljómsveit sinni, LÓN. Sérstakur gestur: RAKEL.
Hljómsveitin LÓN með söngvarann Valdimar í broddi fylkingar flytur óvæntar útgáfur af þekktum jólaperlum. Sérstakur gestur er söngkonan RAKEL.
Jólaplatan „5 mínutur í jól“ kom út árið 2022 og hefur síðan þá fest sig í sessi sem ómissandi hluti af hljóðmynd aðventunnar. Nú gefst fólki tækifæri til að heyra plötuna flutta á svið í notalegu umhverfi víðs vegar um landið.
Hvar og hvenær?
4. des Lágafellskirkja Mosfellsbæ
5. des Keflavíkurkirkja
6. des Keflavíkurkirkja
12. Húsavíkurkirkja
13. des Borgarfjörður eystri
14. Eskifjarðarkirkja
19. Neskirkja Reykjavík
20. Neskirkja Reykjavík